Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2020 10:13 Frá undirrituninni í morgun. Frá vinstri, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorkell Ágústsson forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni. Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni.
Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira