Trump hampar „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 23:26 (Frá vinstri til hægri) Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Donald Trump Bandaríkjaforesti og Abdullah bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, skrifa undir friðarsamninga fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010. Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010.
Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent