Var búinn að vera algjör skúrkur allan leikinn en varð svo hetjan í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 11:00 Liðsmenn Tennessee Titans fagna sparkaranum Stephen Gostkowski eftir að hann tryggði liðinu sigurinn. AP/David Zalubowski Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020 NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020
NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira