Var búinn að vera algjör skúrkur allan leikinn en varð svo hetjan í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 11:00 Liðsmenn Tennessee Titans fagna sparkaranum Stephen Gostkowski eftir að hann tryggði liðinu sigurinn. AP/David Zalubowski Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020 NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers fögnuðu sigri í NFL-deildinni í nótt en þá voru spilaðir síðustu leikirnir í fyrstu umferðinni. Fyrstu umferð NFL-deildarinnar lauk í nótt með tveimur leikjum. Pittsburgh Steelers byrjaði tímabilið með 26-16 sigri á New York Giants en Tennessee Titans vann nauman 16-14 sigur á Denver Broncos. Sparkarinn Stephen Gostkowski, fyrrum þrefaldur NFL-meistari með New England Patriots var að spila sinn fyrsta leik með Tennessee Titans liðinu og átti mjög sérstakt kvöld. Hann var algjör skúrkur fram eftir öllum leik en varð svo hetjan á úrslitastundu. FINAL: The @Titans earn the Monday night win! #TENvsDEN #Titans pic.twitter.com/OBoKFJQ7cY— NFL (@NFL) September 15, 2020 Í raun hafði ekkert gengið upp hjá Stephen Gostkowski allan leikinn og hann hafði klúðrað fjórum spörkum í leiknum þegar kom fram á lokasekúndur leiksins. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Gostkowski klikkar á svo mörgum spörkum í sama leiknum. Sannkölluð martraðarbyrjun. Stephen Gostkowski skoraði hins vegar vallarmark sautján sekúndum fyrir leikslok og tryggði Tennessee Titans liðinu með því sigurinn. Stephen Gostkowski var samt ekkert ofboðslega kátur eftir leikinn. Tough start with the Titans for Stephen Gostkowski. pic.twitter.com/Orz8eejJlD— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) September 15, 2020 Gostkowski puts the @Titans ahead with 17 seconds remaining! #Titans : #TENvsDEN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aNyMPaWyG0 pic.twitter.com/l57sa9IObJ— NFL (@NFL) September 15, 2020 „Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og er bæði vandræðalegur og pirraður. Við náðum sem betur fer að vinna og strákarnir fara glaðir heim. Ég kom þeim hins vegar í mikil vandræði,“ sagði Stephen Gostkowski. Leikstjórnandinn Ryan Tannehill lék vel með liði Tennessee Titans og Derrick Henry hljóp 116 jarda með boltann. Ben Roethlisberger snéri aftur hjá Pittsburgh Steelers og átti þrjár snertimarkssendingar í 26-16 sigri á New York Giants. Roethlisberger meiddist í öðrum leik á síðasta tímabili og missti af öllum leikjum eftir það. Roethlisberger er orðinn 38 ára gamall og hefur verið hjá Pittsburgh Steelers síðan 2004. .@TeamJuJu's ready for his Pylon Cam close up. : #PITvsNYG on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/jSG62oMhon pic.twitter.com/K4FXa2XLqv— NFL (@NFL) September 15, 2020
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira