Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú fyrir skömmu vegna bílslyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur til aðhlynningar á Landspítalanum og lenti þyrlan í Reykjavík fyrir um tuttugu mínútum síðan samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Útkallið barst um klukkan hálf þrjú í dag. Veginum við Útnes var lokað tímabundið en hann hefur nú verið opnaður að nýju og er umferð stýrt.
Vesturland: Útnesvegur við Saxhóla (574) er nú opin með umferðarstýringu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 13, 2020