Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“ Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52