Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Laufey Tryggvadóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Helgi Birgisson skrifa 9. september 2020 07:00 Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun