Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 10:47 Ein af verslununum sem umræðir. Mynd/LIFVS Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim. Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim.
Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira