Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 16:48 Lögreglan hefur handtekið hátt í hundrað mótmælendur sem hafa mótmælt frestun þingkosninga í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag en þeim hefur verið frestað um ár, sem gengur þvert á stjórnarskrá sjálfstjórnarhéraðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15
Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23
Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38