Skerðing á leikskólaþjónustu hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 20:04 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda