Að fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 2. september 2020 09:30 Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Kjaramál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun