Landspítalinn af hættustigi á óvissustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2020 15:46 Breytingarnar taka gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira