„Væri stórt fyrir félagið að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 14:14 Óttar Magnús Karlsson hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/daníel Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira