Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent