Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira