Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 10:21 Upptökur úr flugvélinni sýna að farþegar voru lifandi áður en seinni eldflaugin hitti og flugvélin hrapaði í ljósum logum. AP/Ebrahim Noroozi Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt. Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira