Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 12:33 Víkingur og Breiðablik leika í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta fimmtudag. Breiðablik mætir Rosenborg í Noregi en Víkingur sækir Olimpija Ljubljana heim til Slóveníu. samsett/daníel Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér . Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér .
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00