Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:30 Christine Ongare er hér önnur frá hægri með verðlaunahöfunum Carly McNaul, Lisa Whiteside og Taylah Robertson síðan á Samveldisleikunum. Ongare vann brons. Getty/Chris Hyde Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare. Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare.
Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira