Óhress með að vera kallaður „lítill einræðisherra“ og „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira