Trump gagnrýndur fyrir að ætla að náða Susan B Anthony Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:27 Donald Trump hyggst náða Susan B Anthony kvenréttindafrumkvöðul en hún var dæmd til að greiða hundrað dollara sekt fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu árið 1872. Hún greiddi sektina aldrei í mótmælaskyni. Getty/Alex Wong/Congress Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira