Trump gagnrýndur fyrir að ætla að náða Susan B Anthony Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:27 Donald Trump hyggst náða Susan B Anthony kvenréttindafrumkvöðul en hún var dæmd til að greiða hundrað dollara sekt fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu árið 1872. Hún greiddi sektina aldrei í mótmælaskyni. Getty/Alex Wong/Congress Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira