Bíða að meðaltali í sextán mánuði eftir úrlausn í umgengnismálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Löng bið er eftir því að fá úrlausn í umgengnismálum hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins. vísir/vilhelm Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér. Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Foreldrar sem deila um umgengni barna sinna og leita til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna þess þurfa að bíða að meðaltali í 473 daga, eða tæpa 16 mánuði, eftir úrskurði í málinu. Lengsti tími sem það hefur tekið að ljúka umgengnismáli hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er 1852 dagar eða um fimm ár. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála. Fyrsta spurning þingmannsins sneri að því hversu langan tíma það taki að jafnaði frá því beiðni um breytingu á forsjá og/eða umgengni berst til sýslumanns og þar til mál fær efnislega meðferð. Var spurt um öll embætti sýslumanna á landinu en embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er það embætti sem þjónar stærstum hluta þjóðarinnar. Í svari ráðherra er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum. Tölfræðina þurfi því að skoða með þeim fyrirvara. Þá segir að erfitt sé að veita nákvæmar upplýsingar um hversu langan tíma það taki að jafnaði að taka mál til efnislegrar meðferðar því aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr starfskerfi sýslumanna sé takmarkað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Í svari hennar er áréttað að ýmsir þættir kunni að hafa áhrif á tímalengd forsjár- og umgengnismála hjá sýslumönnum.vísir/vilhelm Mannekla og málafjöldi hjá sýslumanni Í svari ráðherra kemur fram að meðalbiðtími eftir því að fá viðtal hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins um breytta forsjá/umgengni sé 49 dagar eða um sjö vikur. Bið eftir staðfestingu sé síðan nær engin. Þá sé erindi um staðfestingu á samningi foreldra með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili lagt inn skriflega og afgreitt innan örfárra daga. Biðtíminn er hins vegar mun lengri ef um ágreiningsmál er að ræða þar sem þurfi að bíða þess að hægt sé að afhenda þau lögfræðingi til meðferðar. Samkvæmt vef sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Ástæðan sé mannekla og málafjöldi. Að því er fram kemur á vef sýslumanns var staðan þannig þann 6. febrúar síðastliðinn að erindi sem bárust fyrir 20. júní 2019 og snúa að umgengni, forsjá og/eða lögheimili hafa verið tekin til umfjöllunar. Þá hafa þau mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum embættisins, en samkvæmt barnalögum er skylda að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað er mál um forsjá, lögheimili, umgengni eða dagsektir. Hafa sýslumenn það hlutverk að bjóða fram sáttameðferð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála.vísir/vilhelm Biðtími eftir sáttameðferð allt að sex mánuðir Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að elsta málið hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins hafi beðið í um 220 daga: „Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu geta ágreiningsmál nú verið í bið í 220 daga frá því þau eru lögð inn og þar til þau eru tekin til meðferðar. Þegar máli sé vísað til sáttameðferðar taki við biðtími sem nú sé allt að 190 dagar.“ Ágreiningsmáli um forsjá og lögheimili geti síðan ekki lokið með úrskurði því sýslumaður fer ekki með úrskurðarvald í slíkum ágreiningi. Hins vegar fari fram sáttameðferð í ágreiningsmálum um forsjá eða lögheimili: „Möguleg málalok forsjár- eða lögheimilismála séu þau að mál sé afturkallað eða fellt niður, erindi vísað frá sýslumanni þegar sáttameðferð hafi farið fram og ekki náðst samkomulag eða samningur um breytta forsjá og/eða lögheimili sé staðfestur. Máli vegna umgengni ljúki hins vegar ekki með útgáfu á vottorði um árangurslausa sáttameðferð. Eftir að slíkt vottorð liggi fyrir séu skilyrði til að sýslumaður haldi áfram rannsókn máls og ljúki því með úrskurði, enda geri aðili kröfu um slíkt.“Svar ráðherra við fyrirspurn Björns Levís má sjá hér.
Alþingi Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira