Innlent

Gengur í strekkings­vestan­átt vegna lægðar á Græn­lands­sundi

Atli Ísleifsson skrifar
Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu skyggni.
Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu skyggni. Veurstofan

Veðurstofan segir að það gangi í strekkingsvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, fyrir hádegi vegna 987 millibara lægðar sem nú er stödd á Grænlandssundi. Él fylgja vestanáttinni og verða sum þeirra dimm með lélegu skyggni.

Spáð er að það verði úrkomulítið á austantil á landinu, en síðdegis verði vindur heldur suðlægari og megi þá einnig búast við éljum á Suðausturlandi. Frost verður víða á bilinu 1 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.

Sunnan og suðvestan átt á morgun og áfram éljagangur sunnan- og vestantil en lægir annað kvöld og kólnar. Á þriðjudag snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum um norðanvert landið en léttir til syðra.

Á vef Vegagerðarinnar segir að það séu „ágætis vetraraðstæður“ eru í öllum landshlutum

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en skýjað og þurrt norðaustantil. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.

Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, en stöku él með austurströndinni. Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma á Vestfjörðum. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðan- og norðaustanátt og él, lengst af léttskýjað sunnantil á lanidnu. Áfram talsvert frost um allt land.

Á föstudag og laugardag: Útilt fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum norðantil á landinu, annars þurrt. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×