Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 19:00 Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik í gær. vísir/bára „Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva
Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00
Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00