Tárin runnu hjá Michael Jordan: Hluti af mér dó þegar Kobe dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Tárin runnu niður kinnar Jordan í ræðunni. Getty/Kevork Djansezian Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira