Martin með 80 prósent þriggja stiga nýtingu í síðustu þremur Euroleague leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 12:30 Martin Hermannsson hefur verið magnaður fyrir utan þriggja stiga línuna eftir jól. Getty/Mike Kireev Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn í Euroleague deildinni í gærkvöldi þegar hann var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 4 þrista í leik á móti efsta liðinu. Martin hefur heldur betur raðað niður þristunum að undanförnu en í gærkvöldi bætti hann met sitt og Jóns Arnór Stefánssonar og varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fjórar þriggja stiga körfur í einum leik í bestu deild í Evrópu. Martin þurfti líka bara fimm tilraunir til að skora þessa fjóra þrista og bauð því upp á 80 prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum í Berlín í gær. Martin spilaði líka aðeins rétt rúmar 24 mínútur í leiknum sem gera 19 stig og 8 stoðsendingar hans enn merkilegri fyrir vikið. Martin hefur náð að fóta sig vel í Euroleague deildinni og hefur bætt sig mikið á þessu tímabili. Það sést ekki síst á skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin hitti „bara“ 22 prósent þriggja stiga skota sinna fram að jólum en hann setti niður 8 af 37 þriggja stiga skotum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í Euroleague. Martin hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leik á móti Kirolbet á öðrum degi jóla og var með átján stig í þeim leik. Þessi leikur kveikti í Martin en hann hefur nýtt 49 prósent þriggja stiga skota sinna eftir jól og er á þeim tíma með 20 þrista í 11 leikjum eða næstum því tvo að meðaltali í leik. Í síðustu þremur leikjum hefur Martin síðan sett niður 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem er ótrúleg 80 prósent nýting en tveir af mótherjunum þremur voru tvö efstu liðin í Euroleague eða Anadolu Efes frá Istanbul og Real Madrid. Leikurinn í gær var áttundi leikurinn hjá Martin Hermannssyni í Euroleague deildinni á þessu tímabili þar sem hann býður upp á 50 prósent eða betri þriggja stiga nýtingu.Leikir Martin Hermannssonar í Eurolegue 2019-20 með 50% þriggja stiga nýtingu: 75% á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember (3 af 4) 50% á móti Fenerbahce 6. desember (1 af 2) 50% á móti Kirolbet 26. desember (2 af 4) 50% á móti Rauðu Stjörnunni 17. janúar (3 af 6) 50% á móti Fenerbahce 30. janúar (2 af 4) 100% á móti Real Madrid 6. febrúar (2 af 2) 67% á móti Zenit St. Pétursborg 20. febrúar (2 af 3) 80% á móti Anadolu Efes 27. febrúar (4 af 5) Körfubolti Tengdar fréttir Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn í Euroleague deildinni í gærkvöldi þegar hann var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 4 þrista í leik á móti efsta liðinu. Martin hefur heldur betur raðað niður þristunum að undanförnu en í gærkvöldi bætti hann met sitt og Jóns Arnór Stefánssonar og varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fjórar þriggja stiga körfur í einum leik í bestu deild í Evrópu. Martin þurfti líka bara fimm tilraunir til að skora þessa fjóra þrista og bauð því upp á 80 prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum í Berlín í gær. Martin spilaði líka aðeins rétt rúmar 24 mínútur í leiknum sem gera 19 stig og 8 stoðsendingar hans enn merkilegri fyrir vikið. Martin hefur náð að fóta sig vel í Euroleague deildinni og hefur bætt sig mikið á þessu tímabili. Það sést ekki síst á skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin hitti „bara“ 22 prósent þriggja stiga skota sinna fram að jólum en hann setti niður 8 af 37 þriggja stiga skotum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í Euroleague. Martin hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leik á móti Kirolbet á öðrum degi jóla og var með átján stig í þeim leik. Þessi leikur kveikti í Martin en hann hefur nýtt 49 prósent þriggja stiga skota sinna eftir jól og er á þeim tíma með 20 þrista í 11 leikjum eða næstum því tvo að meðaltali í leik. Í síðustu þremur leikjum hefur Martin síðan sett niður 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem er ótrúleg 80 prósent nýting en tveir af mótherjunum þremur voru tvö efstu liðin í Euroleague eða Anadolu Efes frá Istanbul og Real Madrid. Leikurinn í gær var áttundi leikurinn hjá Martin Hermannssyni í Euroleague deildinni á þessu tímabili þar sem hann býður upp á 50 prósent eða betri þriggja stiga nýtingu.Leikir Martin Hermannssonar í Eurolegue 2019-20 með 50% þriggja stiga nýtingu: 75% á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember (3 af 4) 50% á móti Fenerbahce 6. desember (1 af 2) 50% á móti Kirolbet 26. desember (2 af 4) 50% á móti Rauðu Stjörnunni 17. janúar (3 af 6) 50% á móti Fenerbahce 30. janúar (2 af 4) 100% á móti Real Madrid 6. febrúar (2 af 2) 67% á móti Zenit St. Pétursborg 20. febrúar (2 af 3) 80% á móti Anadolu Efes 27. febrúar (4 af 5)
Körfubolti Tengdar fréttir Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36
Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00
Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30
„Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30
Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00
Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00
Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00