Spurningin sem ég klúðraði Arnór Steinn Ívarsson skrifar 28. febrúar 2020 11:30 Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar