Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:30 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hér má sjá Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni sótthreinsa hendur sínar. vísir/vilhelm Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30