Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 19:00 Aðstandendur langveikra barna eru áhyggjufullir um stöðu mála. Vísir/Sammi Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30