Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:39 Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur ýmsilegt við starfslok sín að athuga. Sorpa Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“ Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24