„Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2020 14:45 Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“ Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“
Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira