„Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2020 14:45 Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“ Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“
Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent