Magnús Hlynur þakklátur fyrir að vera á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Magnús Hlynur er einstakur maður sem byrja alla daga eldsnemma í sundlauginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður myndi vilja leiða í lög að Íslendingar færu í sund á morgnana. Hann kynntist konunni sinni þegar þau urðu pennavinir í gegnum Æskuna fyrir margt löngu. Kappnin hefur misst tíu kíló síðan í haust og stefnir á tveggja stafa tölu á þessu ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti Magnús Hlyn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö að morgni á dögunum og fór með honum í gegnum heilan dag fyrir Ísland í dag á Stöð 2. „Mér finnst að Alþingi ætti að setja það í lög að allir Íslendingar myndu byrja daginn í sundi því maður verður í svo góðu skapi eftir svona sundferð,“ segir Magnús en að loknu sundinu taka svo við hrókasamræður í pottinum. Þar voru félagar hans ánægðir með Magnús og töluðu um að hann væri eini fréttamaðurinn á landinu sem segir aðeins jákvæðar fréttir. Að loknu sundinu tekur svo við annars konar líkamsrækt. „Ég varð fimmtugur í haust og lífið kannski meira en hálfnað. Ég var orðinn alltof þungur og ekki ánægður með sjálfan mig og ákvað að gera eitthvað í málunum,“ segir Magnús sem hefur misst tíu kíló frá því í haust og ætlar sér niður í tveggja stafa tölu fyrir sumarið. Magnús tekur klukkustunda göngu með hópi aldraðra manna á hverjum morgni og er hann langyngstur. Eftir stífar æfingar í lyftingasalnum heldur Magnús og hittir fjölskyldu sína sem er að fara út í daginn. „Hann er rosalega duglegur á morgnanna og mér blöskrar hreinlega stundum,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir eiginkona Magnúsar. Hjónin kynntust með því að vera pennavinir í gegnum Æskuna. Þau eiga nú fjóra drengi með fimm ára millibili og fallegt heimili. En að loknum morgunverði heldur Magnús út í göngutúr með góðum hópi. Pungaæfingarnar mesta kikkið „Þetta er yndislegur hópur og að hittast á hverjum morgni með þessum mönnum og taka klukkutíma göngutúr gerir lífið þúsund sinnum betra. Þeir eru svo hressir en elstu mennirnir eru 86 ára. Ég er langyngstur en svo gömul sál að ég verð að vera með gömlum körlum. Að gera með þeim pungaæfinguna, vá það er kikkið,“ segir Magnús. Magnús Hlynur er með aðstöðu heima hjá sér, þar sem hann getur unnið sínar vinsælu fréttir. En hvernig verður frétt til? „Fólk er duglegt að láta mig vita og þá kemst ég á snærið og hef samband við viðkomandi. Svo er ég farinn að fylgjast rosalega vel með og búinn að koma mér upp contact-aðilum út um allt. Ég reyni að hafa allar mínar fréttir jákvæðar og það eru aðrir í þeim neikvæðum. Ég er bara sveitó, kem til dyranna eins og ég ger klæddur og er bara stoltur af því.“ Lífið hefur ekki verið áfallalaust fyrir Magnús Hlyn. „Það hafa verið áföll. Ég missti móður mína þegar hún var 37 ára gömul úr krabbameini. Ég hef verið 15-16 ára þegar hún deyr og það hafði heilmikil áhrif. Pabbi tók við heimilinu og við gengum í bleikum nærbuxum í nokkrar vikur þar sem pabbi kunni ekki að stilla þvottavélina. Svo missti ég bróður minn þegar hann var tíu ára gamall en hann dó af slysförum þegar við áttum heima í Vogunum, en ég á góðar minningar um þau.“ Svo hafi hann sjálfur verið hætt kominn fyrir fimm árum. „Ég fór í hjartaaðgerð fyrir fimm árum og greindist algjörlega óvænt með ósæðagúlp. Þetta fannst og ég fór í aðgerð og var á gjörgæslunni í viku og svo á hjartadeildinni í sex vikur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Árborg Fjölmiðlar Ísland í dag Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður myndi vilja leiða í lög að Íslendingar færu í sund á morgnana. Hann kynntist konunni sinni þegar þau urðu pennavinir í gegnum Æskuna fyrir margt löngu. Kappnin hefur misst tíu kíló síðan í haust og stefnir á tveggja stafa tölu á þessu ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti Magnús Hlyn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö að morgni á dögunum og fór með honum í gegnum heilan dag fyrir Ísland í dag á Stöð 2. „Mér finnst að Alþingi ætti að setja það í lög að allir Íslendingar myndu byrja daginn í sundi því maður verður í svo góðu skapi eftir svona sundferð,“ segir Magnús en að loknu sundinu taka svo við hrókasamræður í pottinum. Þar voru félagar hans ánægðir með Magnús og töluðu um að hann væri eini fréttamaðurinn á landinu sem segir aðeins jákvæðar fréttir. Að loknu sundinu tekur svo við annars konar líkamsrækt. „Ég varð fimmtugur í haust og lífið kannski meira en hálfnað. Ég var orðinn alltof þungur og ekki ánægður með sjálfan mig og ákvað að gera eitthvað í málunum,“ segir Magnús sem hefur misst tíu kíló frá því í haust og ætlar sér niður í tveggja stafa tölu fyrir sumarið. Magnús tekur klukkustunda göngu með hópi aldraðra manna á hverjum morgni og er hann langyngstur. Eftir stífar æfingar í lyftingasalnum heldur Magnús og hittir fjölskyldu sína sem er að fara út í daginn. „Hann er rosalega duglegur á morgnanna og mér blöskrar hreinlega stundum,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir eiginkona Magnúsar. Hjónin kynntust með því að vera pennavinir í gegnum Æskuna. Þau eiga nú fjóra drengi með fimm ára millibili og fallegt heimili. En að loknum morgunverði heldur Magnús út í göngutúr með góðum hópi. Pungaæfingarnar mesta kikkið „Þetta er yndislegur hópur og að hittast á hverjum morgni með þessum mönnum og taka klukkutíma göngutúr gerir lífið þúsund sinnum betra. Þeir eru svo hressir en elstu mennirnir eru 86 ára. Ég er langyngstur en svo gömul sál að ég verð að vera með gömlum körlum. Að gera með þeim pungaæfinguna, vá það er kikkið,“ segir Magnús. Magnús Hlynur er með aðstöðu heima hjá sér, þar sem hann getur unnið sínar vinsælu fréttir. En hvernig verður frétt til? „Fólk er duglegt að láta mig vita og þá kemst ég á snærið og hef samband við viðkomandi. Svo er ég farinn að fylgjast rosalega vel með og búinn að koma mér upp contact-aðilum út um allt. Ég reyni að hafa allar mínar fréttir jákvæðar og það eru aðrir í þeim neikvæðum. Ég er bara sveitó, kem til dyranna eins og ég ger klæddur og er bara stoltur af því.“ Lífið hefur ekki verið áfallalaust fyrir Magnús Hlyn. „Það hafa verið áföll. Ég missti móður mína þegar hún var 37 ára gömul úr krabbameini. Ég hef verið 15-16 ára þegar hún deyr og það hafði heilmikil áhrif. Pabbi tók við heimilinu og við gengum í bleikum nærbuxum í nokkrar vikur þar sem pabbi kunni ekki að stilla þvottavélina. Svo missti ég bróður minn þegar hann var tíu ára gamall en hann dó af slysförum þegar við áttum heima í Vogunum, en ég á góðar minningar um þau.“ Svo hafi hann sjálfur verið hætt kominn fyrir fimm árum. „Ég fór í hjartaaðgerð fyrir fimm árum og greindist algjörlega óvænt með ósæðagúlp. Þetta fannst og ég fór í aðgerð og var á gjörgæslunni í viku og svo á hjartadeildinni í sex vikur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Árborg Fjölmiðlar Ísland í dag Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira