Sigrún Ágústsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún hafði gegnt stöðunni frá því í október. Embætti forstjóra UST var auglýst til umsóknar þann 10. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október. Á vef stjórnarráðsins segir að 12 hafi sótt um stöðuna.
Þar er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn. Hún er sögð hafa starfað að umhverfismálum í um 20 ár, þar af sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var settur forstjóri í október síðastliðnum.
Þá starfaði hún sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 2000 - 2008. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.
Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson tæknimaður og eiga þau tvö börn.

