Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“ Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“
Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02