Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 15:42 Karlmennirnir fjórir eru í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 7. febrúar en verjendur mannanna hafa þann kost að kæra úrskurðinn í héraði til Landsréttar. Upphaflega voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn en tveir ganga nú lausir þar sem lögregla taldi ekki ástæðu til að krefjast lengra varðhalds yfir þeim. Mennirnir sex voru handteknir þann 18. janúar síðastliðinn samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miði ágætlega en frekari upplýsingar verði ekki veittar. Aðilar úr stóru skútumálunum handteknir Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal hinna sex. Hann var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings með skútu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Skaut fyrrverandi unnustu til bana Annar mannanna sex mun, samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins, vera Jónas Árni Lúðvíksson. Hann hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Þá mun Lárus Freyr Einarsson, sem hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana, vera meðal hinna sex. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir, samkvæmt upplýsingum RÚV. Fíkn Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14 Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 7. febrúar en verjendur mannanna hafa þann kost að kæra úrskurðinn í héraði til Landsréttar. Upphaflega voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn en tveir ganga nú lausir þar sem lögregla taldi ekki ástæðu til að krefjast lengra varðhalds yfir þeim. Mennirnir sex voru handteknir þann 18. janúar síðastliðinn samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miði ágætlega en frekari upplýsingar verði ekki veittar. Aðilar úr stóru skútumálunum handteknir Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal hinna sex. Hann var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings með skútu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Skaut fyrrverandi unnustu til bana Annar mannanna sex mun, samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins, vera Jónas Árni Lúðvíksson. Hann hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Þá mun Lárus Freyr Einarsson, sem hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana, vera meðal hinna sex. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir, samkvæmt upplýsingum RÚV.
Fíkn Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14 Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 20. janúar 2020 12:00
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. 19. janúar 2020 21:14
Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald á sunnudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skipulagðri brotastarfsemi. 22. janúar 2020 12:30