Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:00 Einar Einarsson hlaut í desember síðastliðnum sex ára dóm fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Á myndinni sést umræddur sumarbústaður. Einar var handtekinn um helgina grunaður um aðild að máli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Sex manns voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er á skipulagðri brotastarfsemi og snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Voru mennirnir handteknir um helgina í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Einn hinna handteknu, fyrrnefndur Einar Einarsson, var í desember síðastliðnum dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir aðrir hlutu dóm í því máli. Þá fékk Einar þungan dóm í Pólstjörnumálinu svonefnda árið 2008; var dæmdur í níu og hálfs árs langt fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur dómnum er varðar amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði verið áfrýjað en Einar sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls þegar hann var handtekinn um helgina og færður til yfirheyrslu. Lögreglan verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Að minnsta kosti þrír hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en hinir grunuðu hafa þrjá sólahringa til að kæra úrskurð héraðsdóms. Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti á næstu dögum. Verjendur mannanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa fengið litlar upplýsingar í málinu og að lögregla haldi spilunum þétt að sér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Óvæntar vendingar í máli Pólstjörnumanna minna á mál Franklíns Steiner Vinur Franklíns var dæmdur fyrir að hafa borið rangt fyrir dómi. 3. nóvember 2019 07:00
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12