Japanar stofna einnig geimher Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2020 10:30 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. EPA/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður. Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður.
Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira