Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 18:30 Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Sjá meira
Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Sjá meira