Grípum boltann - við erum í dauðafæri! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. janúar 2020 08:00 Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar