Wang sló Serenu Williams óvænt út og ferill þeirrar dönsku á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:30 Tárin runnu hjá Caroline Wozniacki eftir síðasta leik ferilsins í nótt. Getty/Clive Brunskill Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé. Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé.
Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira