Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 21:15 Andrés prins hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Dan Kitwood/Getty Images) Andrés prins, hertoginn af York, hefur reynst afar „ósamvinnuþýður“ í rannsókn bandarískra yfirvalda á barnaníðingnum og viðskiptamanninum Jeffrey Epstein. Þetta hafa erlendir fjölmiðlar eftir saksóknara sem hefur yfirumsjón með rannsókninni. Andrés prins, sem var góðvinur Epstein um árabil, er í fréttum BBC af málinu sagður hafa sýnt lítinn sem engan samstarfsvilja með saksóknurum og alríkislögreglufulltrúum sem fara með rannsóknina. Bæði FBI (alríkislögregla Bandaríkjanna) og ákæruyfirvöld í Bandaríkjunum hafa sett sig í samband við lögmenn prinsins, til þess að ná af honum tali. Það virðist þó ekki hafa gengið. Geoffrey Berman ríkissaksóknari sagði á blaðamannafundi, fyrir utan fyrrum heimili Epstein í dag, að til þessa dags hafi samstarfsvilji Andrésar prins verið enginn. Andrés hafði áður lýst því yfir að hann væri tilbúinn að veita lögreglu aðstoð við rannsóknina á Epstein, sem nú er látinn. Jeffrey Epstein var handtekinn í júlí síðastliðinn, en grunur lék á að hann hefði gerst sekur um mansal, kynferðisbrot gegn börnum og vörslu barnakláms. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum á Manhattan í New York-borg í ágúst síðastliðnum, þrátt fyrir að hafa átt að vera undir ströngu eftirliti, einmitt vegna þess að talin var hætta á að hann gæti reynt að svipta sig lífi.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Andrés prins, hertoginn af York, hefur reynst afar „ósamvinnuþýður“ í rannsókn bandarískra yfirvalda á barnaníðingnum og viðskiptamanninum Jeffrey Epstein. Þetta hafa erlendir fjölmiðlar eftir saksóknara sem hefur yfirumsjón með rannsókninni. Andrés prins, sem var góðvinur Epstein um árabil, er í fréttum BBC af málinu sagður hafa sýnt lítinn sem engan samstarfsvilja með saksóknurum og alríkislögreglufulltrúum sem fara með rannsóknina. Bæði FBI (alríkislögregla Bandaríkjanna) og ákæruyfirvöld í Bandaríkjunum hafa sett sig í samband við lögmenn prinsins, til þess að ná af honum tali. Það virðist þó ekki hafa gengið. Geoffrey Berman ríkissaksóknari sagði á blaðamannafundi, fyrir utan fyrrum heimili Epstein í dag, að til þessa dags hafi samstarfsvilji Andrésar prins verið enginn. Andrés hafði áður lýst því yfir að hann væri tilbúinn að veita lögreglu aðstoð við rannsóknina á Epstein, sem nú er látinn. Jeffrey Epstein var handtekinn í júlí síðastliðinn, en grunur lék á að hann hefði gerst sekur um mansal, kynferðisbrot gegn börnum og vörslu barnakláms. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum á Manhattan í New York-borg í ágúst síðastliðnum, þrátt fyrir að hafa átt að vera undir ströngu eftirliti, einmitt vegna þess að talin var hætta á að hann gæti reynt að svipta sig lífi.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30
Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent