Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 19:54 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“ Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“
Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53