Afdrifarík strategísk mistök Kristján Guy Burgess skrifar 11. janúar 2020 09:00 Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Íran Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun