Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð Jón Hjalti Eiríksson skrifar 15. janúar 2020 08:00 Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Þjóðgarðar Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun