Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 14:10 Birna Marín Viðarsdóttir, Guðmundur Kristinn Þorsteinsson og Hlynur Karlsson skipa lið VA í Gettu betur-keppninni. Sigur þeirra gegn Ísfirðingum var dreginn til baka vegna tæknilegra mistaka. „Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
„Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning