David Stern, fyrrum yfirmaður NBA-deildarinnar til þrjátíu ára, er látinn en NBA-deildin greindi frá þessu nú undir kvöld.
David Stern var yfirmaður NBA-deildarinnar í 30 ár frá 1984 til 2014 en á þeim tíma varð NBA-deildin að því stórveldi á heimsvísu sem hún er í dag.
Breaking: Former NBA commissioner David Stern has died, according to the league. He was 77. pic.twitter.com/DpJWEWS6yP
— SportsCenter (@SportsCenter) January 1, 2020
Hann veiktist skyndilega á veitingahúsi þann 12. desember og hefur barist við erfið veikindi síðan þá.
Hann fékk heilablæðingu og gekkst undir aðgerð um leið og hann veiktist.
David Stern varð tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans árið 2014 en hann lést 77 ára við konu og börn sér við hlið.
NBA Commissioner Adam Silver statement regarding the passing of NBA Commissioner Emeritus David J. Stern pic.twitter.com/aW4WbxFQED
— NBA (@NBA) January 1, 2020