Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 16:23 Ali Khamenei æðstiklerkur grætur yfir kistu Soleimani herforingja í Teheran í dag. AP/Íranska sjónvarpið Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04
Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06