Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 11:45 Ayatollah Ali Khamenei hitti fjölskyldu Soleimani. Vísir/AP Í kjölfar þess að Bandaríkin réðu íranska hershöfðingjanna Qassim Soleimani af dögum á föstudaginn mætti Ayatollah Ali Khamenei á fund þjóðaröryggisráðs Íran en það gerir hann ekki oft. Á fundinum lýsti hann því yfir að hefndaraðgerðir Íran vegna dauða Soleimani þyrftu að vera framkvæmdar af herafla Íran en ekki milliliðum eins og þeim vopnasveitum sem Íranar styðja víða um Mið-Austurlönd. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Íran. Frá því að Íslamska lýðveldið var stofnað árið 1979 hafa Íranar nánast alltaf falið aðgerðir sínar erlendis á bakvið milliliði eins og Hezbollah og aðra hópa. Soleimani sjálfur stýrði þeim aðgerðum undanfarin ár, sem foringi Quds-hersveita Íran. Hershöfðinginn heyrði beint undir Khamenei og voru þeir góðir vinir. Hann mun hafa verið verulega reiður vegna dauða vinar síns og var hann tilbúinn til að sleppa allri leynd. Leiðtogar Íran hafa kallað eftir hefndaraðgerðum og Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðsins, segir þrettán möguleg skotmörk til skoðunar og öll þeirra yrðu „martröð“ fyrir Bandaríkin. Þá nefndi hann sérstaklega herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Amir Ali Hajizadeh, annar hershöfðingi, sagði við athöfn í Teheran í gær að það væri ekki nóg að ráðast á allar herstöðvar Bandaríkjanna og jafnvel myrða Donald Trump sjálfan. Það þyrfti að útrýma hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Hershöfðinginn Hossein Salami hefur þar að auki gefið í skyn að Ísrael gæti orðið fyrir barðinu á Íran. Ísraelar hafa þó reynt að halda sér til hlés í þessari deilu sem er að mestu á milli Bandaríkjanna og Íran. Græða á núverandi ástandi Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. Að vissu leyti er núverandi ástand í þeirra hag þar sem íbúar Íran mótmæltu ríkisstjórn landsins víða á undanförnum mánuðum. Þau mótmæli hafa verið stöðvuð og mikil samkennd virðist ríkja í Íran. Þá eru írakskir þingmenn, sem eru hliðhollir Íran, að reyna að koma bandarískum hermönnum úr landi. Yfirvöld Bandaríkjanna gáfu í dag út viðvörun til áhafna skipa sem sigla um höf Mið-Austurlanda og segja mögulegt að Íran muni fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna þar. Shamkhani sagði þó að hefnd Íran myndi ekki einskorðast við eina aðgerð. NYT vitnar í hefndaraðgerðir Hesbollah í Líbanon árið 2012. Eftir að Ísraelar felldu einn af leiðtogum samtakanna reyndu meðlimir að ráða ísraelska embættismenn af dögum. Það heppnaðist ekki og í staðinn sprengdu þeir rútu sem bar ísraelska ferðamenn í loft upp í Búlgaríu. Sérfræðingar segja mögulegt að aðgerðir Íran og þeirra sveita sem ríkið styður myndu á endanum fara að snúast gegn almennum borgurum. Forsvarsmenn Herafla Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir hefndaraðgerðir Íran. Meðal annars er talið að Íranar gætu reynt að ráða bandarískan hershöfðingja af dögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn heimildarmaður AP sagði Bandaríkin búast við umfangsmikilli árás á næstu dögum. Rekja má deilurnar til kjarnorkusamkomulagsins Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Á undanförnum mánuðum hafa Íranar gert ýmsar árásir, í gegnum sveitir sem þeir styðja, sem beinast gegn hagsmunum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Meðal annars má nefna dróna- og eldflaugaárásir á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak, árásir á olíuflutningaskip og árásina á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad. Það var í kjölfar árásarinnar á sendiráðið sem Trump tók þá ákvörðun að fella Soleimani. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33 Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í kjölfar þess að Bandaríkin réðu íranska hershöfðingjanna Qassim Soleimani af dögum á föstudaginn mætti Ayatollah Ali Khamenei á fund þjóðaröryggisráðs Íran en það gerir hann ekki oft. Á fundinum lýsti hann því yfir að hefndaraðgerðir Íran vegna dauða Soleimani þyrftu að vera framkvæmdar af herafla Íran en ekki milliliðum eins og þeim vopnasveitum sem Íranar styðja víða um Mið-Austurlönd. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Íran. Frá því að Íslamska lýðveldið var stofnað árið 1979 hafa Íranar nánast alltaf falið aðgerðir sínar erlendis á bakvið milliliði eins og Hezbollah og aðra hópa. Soleimani sjálfur stýrði þeim aðgerðum undanfarin ár, sem foringi Quds-hersveita Íran. Hershöfðinginn heyrði beint undir Khamenei og voru þeir góðir vinir. Hann mun hafa verið verulega reiður vegna dauða vinar síns og var hann tilbúinn til að sleppa allri leynd. Leiðtogar Íran hafa kallað eftir hefndaraðgerðum og Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðsins, segir þrettán möguleg skotmörk til skoðunar og öll þeirra yrðu „martröð“ fyrir Bandaríkin. Þá nefndi hann sérstaklega herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Amir Ali Hajizadeh, annar hershöfðingi, sagði við athöfn í Teheran í gær að það væri ekki nóg að ráðast á allar herstöðvar Bandaríkjanna og jafnvel myrða Donald Trump sjálfan. Það þyrfti að útrýma hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Hershöfðinginn Hossein Salami hefur þar að auki gefið í skyn að Ísrael gæti orðið fyrir barðinu á Íran. Ísraelar hafa þó reynt að halda sér til hlés í þessari deilu sem er að mestu á milli Bandaríkjanna og Íran. Græða á núverandi ástandi Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. Að vissu leyti er núverandi ástand í þeirra hag þar sem íbúar Íran mótmæltu ríkisstjórn landsins víða á undanförnum mánuðum. Þau mótmæli hafa verið stöðvuð og mikil samkennd virðist ríkja í Íran. Þá eru írakskir þingmenn, sem eru hliðhollir Íran, að reyna að koma bandarískum hermönnum úr landi. Yfirvöld Bandaríkjanna gáfu í dag út viðvörun til áhafna skipa sem sigla um höf Mið-Austurlanda og segja mögulegt að Íran muni fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna þar. Shamkhani sagði þó að hefnd Íran myndi ekki einskorðast við eina aðgerð. NYT vitnar í hefndaraðgerðir Hesbollah í Líbanon árið 2012. Eftir að Ísraelar felldu einn af leiðtogum samtakanna reyndu meðlimir að ráða ísraelska embættismenn af dögum. Það heppnaðist ekki og í staðinn sprengdu þeir rútu sem bar ísraelska ferðamenn í loft upp í Búlgaríu. Sérfræðingar segja mögulegt að aðgerðir Íran og þeirra sveita sem ríkið styður myndu á endanum fara að snúast gegn almennum borgurum. Forsvarsmenn Herafla Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir hefndaraðgerðir Íran. Meðal annars er talið að Íranar gætu reynt að ráða bandarískan hershöfðingja af dögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn heimildarmaður AP sagði Bandaríkin búast við umfangsmikilli árás á næstu dögum. Rekja má deilurnar til kjarnorkusamkomulagsins Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Á undanförnum mánuðum hafa Íranar gert ýmsar árásir, í gegnum sveitir sem þeir styðja, sem beinast gegn hagsmunum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Meðal annars má nefna dróna- og eldflaugaárásir á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak, árásir á olíuflutningaskip og árásina á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad. Það var í kjölfar árásarinnar á sendiráðið sem Trump tók þá ákvörðun að fella Soleimani.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33 Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33
Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04