Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 12:30 Hildur gæti farið alla leið að mati Balta. VÍSIR/AP/egill Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein. Baltasar Kormákur var á línunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir Hildi. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu og nafn hennar flýgur núna hátt í Hollywood og víðar. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig er spilað úr þessu. Ég hef mikla trú á Hildi og þetta kom ekki mjög á óvart sem þýðir að hún sé búin að vinna sér inn fyrir þessu,“ segir Baltasar. Baltasar telur að fleiri verðlaun séu á leiðinni. „Hún vann Emmy-verðlaunin í fyrra og tilnefnd núna til Grammy og Bafta. Ég held að hún vinni Óskarinn. Hún verður þá fyrstu Íslendingurinn til að hampa þeirri styttu. Þetta verður stórt ár hjá henni.“ Hildur er ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna og verða tilnefningar tilkynntar 13.janúar. Einnig eru tveir aðrir Íslendingar á lista á þá sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna, þær Heba Þórisdóttir fyrir förðun í Once Upon a Time in Hollywood og Fríða Aradóttir fyrir hárgreiðslu í Little Women. Nokkrir Íslendingar hafa áður verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börn náttúrunnar var tilnefnd sem Besta erlenda kvikmyndin árið 1992 og stuttmynd Rúnars Rúnarssonar Síðasti bærinn var tilnefnd í flokki stuttmynda árið 2005. Björk hlaut tilnefningu fyrir lagið I've Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001, og svo hefur Jóhann Jóhannsson tvisvar verið tilnefndur fyrir kvikmyndatónlist, árið 2015 fyrir The Theory of Everything og árið 2016 fyrir Sicario. Hér að neðan má heyra viðtalið við Balta í heild sinni. Bíó og sjónvarp Bítið Golden Globes Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Óskarinn Tengdar fréttir Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann Jóhannsson Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nær tuttugu ár – og aðeins önnur konan frá upphafi. 6. janúar 2020 14:00 Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein. Baltasar Kormákur var á línunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir Hildi. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu og nafn hennar flýgur núna hátt í Hollywood og víðar. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig er spilað úr þessu. Ég hef mikla trú á Hildi og þetta kom ekki mjög á óvart sem þýðir að hún sé búin að vinna sér inn fyrir þessu,“ segir Baltasar. Baltasar telur að fleiri verðlaun séu á leiðinni. „Hún vann Emmy-verðlaunin í fyrra og tilnefnd núna til Grammy og Bafta. Ég held að hún vinni Óskarinn. Hún verður þá fyrstu Íslendingurinn til að hampa þeirri styttu. Þetta verður stórt ár hjá henni.“ Hildur er ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna og verða tilnefningar tilkynntar 13.janúar. Einnig eru tveir aðrir Íslendingar á lista á þá sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna, þær Heba Þórisdóttir fyrir förðun í Once Upon a Time in Hollywood og Fríða Aradóttir fyrir hárgreiðslu í Little Women. Nokkrir Íslendingar hafa áður verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börn náttúrunnar var tilnefnd sem Besta erlenda kvikmyndin árið 1992 og stuttmynd Rúnars Rúnarssonar Síðasti bærinn var tilnefnd í flokki stuttmynda árið 2005. Björk hlaut tilnefningu fyrir lagið I've Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001, og svo hefur Jóhann Jóhannsson tvisvar verið tilnefndur fyrir kvikmyndatónlist, árið 2015 fyrir The Theory of Everything og árið 2016 fyrir Sicario. Hér að neðan má heyra viðtalið við Balta í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Bítið Golden Globes Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Óskarinn Tengdar fréttir Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann Jóhannsson Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nær tuttugu ár – og aðeins önnur konan frá upphafi. 6. janúar 2020 14:00 Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann Jóhannsson Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nær tuttugu ár – og aðeins önnur konan frá upphafi. 6. janúar 2020 14:00
Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20