„Hólmavík á Vestfjörðum“ Steingrímur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:41 Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Bókmenntir Íslandsvinir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun